top of page
Holding Hands

Miðlar og meðferðar-aðilar starfandi hjá
félaginu.

Einar Axel starfar sem heilsu- og hjálparmiðill. 
Einar Axel vinnur einnig með fjarheilun, fyrirbænir og fjarfundi. Hann hefur fengist við andleg störf alla tíð og opinberlega frá 2015

Einar Axel Schiöth
heilsu- og hjálparmiðill.

Þórunnbjörg er hæfileikaríkur spámiðill og heilari. Auk þess að vera með náttúrulega miðlunareiginleika hlaut hún þjálfun við Arthur Findley Spiritual School í Stanstead  á Englandi.

Þórunnbjörg Sigurðardóttir
miðill
Guný.jpeg
Guðný Hallsdóttir
miðill

Guðný hefur verið næm alla tíð. Hún hefur frá því hún man eftir sér heilað bæði menn og dýr.

Guðný er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Hún hefur tekið 1. og 2. stig í Reiki og er einnig búin að læra Transheilun.

Guðný starfar sem spámiðill og sambandsmiðill og notast hún við tarotspil í miðlun sinni.

Hún heilar líka með reiki/ transheilun/heilun.

Screenshot_20230323_172453_Photos_2-1-224x300.jpg
Sif Svavarsdóttir miðill

Sif er búin að vera næm alla tíð og alltaf haft áhuga á andlegum málum. Hún er búin að læra heilun, reiki, Englareiki og er Bowenþerapisti. Sif er einnig með leiðsagnalestur i tarotspil og englaspil.

Hún býður upp á heilun, Bowen eða lestur í spilin 

Ómar Pétursson_2.jpg
Ómar Pétursson miðill

Ómar er fæddur og uppalinn á Bakkafirði, lengi búsettur á Dalvík, en er núna á Akureyri.

Hef frá því ég man eftir mér séð ýmsar verur álfa, huldufólk og framliðna.

Síðustu 15 ár hef ég starfað mest við heilun, en einnig miðlun.

Hef farið á fjölda námskeiða innanlands, en einnig hef ég þrisvar farið á námskeið til Bretlands, síðast um mánaðarmótin ágúst-september 2018.Setti upp síðuna “Tveggja heima tal” á Facebook fyrir 3 árum, það sem hægt er að setja fram spurningar og fylgjast með umræðum um andleg mál.

Guðbjörg teiknar áru þína og les úr henni andlega og veraldlega þætti lífs þíns. Ef þú hefur komið til hennar áður teiknar hún leiðbeinanda þinn og kemur með upplýsingar frá honum.

Einnig er hún með kennslu sem byggist á að auka næmni þína og treysta á andlega leiðsögn.

Guðbjörg Ljósbrá Guðjónsdóttir 
miðill og áruteiknari.
Glo_inga_edited.jpg
Gló Inga Friðriksdóttir
​lófalesari.

Gló Inga hefur unnið í fullu starfi sem lófalesari í yfir 30 ár og stofnaði Norræna Lófalestrarskólann árið 1997, sem er stærsti og elsti lófalestrarskóli Norðurlanda.  Hún er einnig listakona, gerir verndarengla úr ull og töfraverur sem tengjast upplifun hennar af orkunni í náttúrunni.

Hver lófalestur hefst á því að Gló lítur á handarbakið á þér þar sem hún skoðar grunneinkenni þess hver þú ert og hver staða þín er núna. Hún lítur svo í lófana og les línur í þeim, orku, liti og myndir í höndum þínum. Línurnar eru mjög ólíkar og geisla frá sér mismunandi orku sem hún les sem og samspil einstakra lína sem sýna hæfileika þína og hvað þú getur unnið með til að styrkja þig. Höndin hefur mörg lög og línurnar hafa margs konar samsetningarmöguleika og Gló leggur áherslu á að lesa það sem er raunverulegt og gagnlegt fyrir þig hér og nú.

Gló býður upp á að búa til verndarengil fyrir þig í þínum litum og með þinni orku. Hún upplifir oft boðskap engilsins til manneskjunnar sem hún er að lesa lófana á þar sem engillinn getur birst sem mynd í lófanum.

Hannes-1024x768.jpg
Hannes Bjarnason
miðill og heilari

Næmni á fólk, dýr og náttúru hefur fylgt Hannesi frá barnsaldri. Það var þó ekki fyrr en Hannes fór að stunda nám í hinum þekkta Arthur Findlay Collage, Stansted Hall Bretlandi, en þessi skóli er flaggskip “Spiritual National Union” þar í landi, að hann fór að tengja næmni sína við faglega þekkingu innan mismunandi miðlunar frá andaheimum.  

Með því að tengja eigin næmni við fræðin sem kennd eru í skólanum óx fram þekking og öryggi á því að tengja sig inn á mismunandi orku og miðla upplýsingum framliðinna til ástvina þeirra. 

Hefðbundnum tíma er hægt að lýsa þannig að bæði eru lesnar upplýsingar úr áru viðkomandi en einnig tengst inn á andaheima og komið á framfæri skilaboðum þaðan, ef einhver eru. Enginn tími er þó eins og lifir hver tími sínu eigin lífi. 

©2023 by Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar. Proudly created with Wix.com

bottom of page