top of page

Um félagið

Saga Sálarrannsóknarfélags Skagafjarðar:

Félagið var stofnað árið 1972 að frumkvæði fjögurra manna, þeirra Sveins Guðmundssonar kaupfélagsstjóra, Magnúsar Gíslasonar á Frostastöðum, Steindórs Marteinssonar gullsmiðs og Jóns Ormars Ormssonar. Fyrsti formaður félagsins var Steindór Marteinsson sem síðar starfaði sem miðill. Fyrir stofnun félagsins hafði árið 1967 verið haldinn fjölsóttur skyggnilýsingarfundur þar sem þeir mættu Hafsteinn Björnsson miðill og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og höfundur bókanna um Hafstein. Auk þessa höfðu verið haldnir einkafundir með Hafsteini miðli til nokkurra ára á heimili Valgarðs bróður hans. Fyrsti miðill til starfa hjá félaginu eftir stofnun þess var Björg Ólafsdóttir. Fjöldi félaga eru nú um 200.

Tilgangur og starfsemi Sálarrannsóknarfélags Skagafjarðar:

Félagið gengst fyrir heimsóknum miðla og annarra með hvers konar fræðslu um andleg málefni, einkafundum, transfundum, skyggnilýsingarfundum, heilun, námskeiðum og fyrirlestrum.
Einnig er bænahringur starfræktur meðal félagsmanna og hægt er að koma með óskir um fyrirbænir.

IMG_0898_solarlag_skagafjordur.JPG
Senda beiðni

50 ára afmælisfagnaður félagsins.

Haldið var upp á 50 ára afmæli Sálarrannsóknarfélagsins með veglegri dagskrá og veitingum í Ljósheimum í Skagafirði 13. apríl 2023.  
_MG_2410.jpg

Sigríður Ingólfsdóttir formaður félagsins var með inngangserindi.

Dúa Stefánsdóttir formaður Sálarrannsóknarfélags Akureyrar flutti ræðu og færði félaginu stóran saltsteinslampa að gjöf.

Jón Ormar Ormsson, stofnfélagi Sálarrannsóknarfélagsins, sagði frá stofnun félagsins og lét nokkrar góðar sögur fylgja með.

_MG_2425.jpg

Unnur Teits Halldórsdóttir miðill var með skyggnilýsingu.

Vorvindar Glaðir fluttu nokkur vel valin lög.

Fjölmennt var á afmælisfagnaðinum og boðið upp á kaffi og meðlæti.

©2023 by Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar. Proudly created with Wix.com

bottom of page